Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Diego Costa nefbrotinn - Spilar með grímu
Mynd: Getty Images
Diego Costa nefbrotnaði á æfingu hjá Chelsea í gær en Guus Hiddink stjóri liðsins staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

Costa meiddist í baráttu um skallabolta á æfingu í gær. Hinn 27 ára gamli Costa ætti þó að ná leiknum gegn Newcastle á morgun.

Costa mun æfa með Chelsea í dag og vonir standa til að hann spili á morgun.

Costa spilar með grímu á morgun vegna meiðslanna en Nemanja Matic og Cesar Azpilicueta hafa gert hið sama fyrr á tímabilinu.

„Hann verður með grímu. Við erum Zorro lið," sagði Hiddink eiturhress á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner