Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 12. febrúar 2016 10:24
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári má ekki spila með Molde gegn Sevilla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í dag undir samning hjá norska félaginu Molde.

Molde mætir Sevilla í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar síðar í þessum mánuði. Eiður má ekki spila með Molde í þeim leikjum.

Ástæðan er sú að Molde er búið að skila inn leikmannalista fyrir leikina gegn Sevilla en fresturinn til þess rann út 2. febrúar.

Eiður fer því að undirbúa sig undir byrjun norsku úrvalsdeildarinnar en Molde mætir Tromsö í 1. umferð þann 13. mars.

Alfreð Finnbogason má ekki heldur spila með Augsburg gegn Liverpool í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Alfreð kom til Augsburg frá Olympiakos í félagaskiptaglugganum og þar sem gríska félagið er einnig í Evrópudeildinni þá má hann ekki spila þar með öðru liði.
Athugasemdir
banner
banner