Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Grindavík gefur Abel sektarsjóðinn - Skora á önnur félög
Abel Dhaira.
Abel Dhaira.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV hefur hafið fjársöfnun fyrir markvörðinn Abel Dhaira. Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í næstu viku.

Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029.

9071010 – 1000kr
9071020 – 2000kr
9071030 – 3000kr


Grindavík hefur ákveðið að gefa sektarsjóð sinn í söfnunina fyrir Abel og skora á önnur félög að gera slíkt hið sama eins og sjá má hér að neðan.

Yfirlýsing frá Grindavík
Á dögunum gáfu Eyjamenn það út að hinn öflugi markvörður þeirra Abel Dhaira yrði ekki með næsta sumar vegna alvarlegra veikinda, sem reynist vera krabbamein.

Það lýsir Eyjamönnum hvað best að þeir fluttu Abel veikan til Íslands frá Úganda til að geta staðið með honum og útvegað honum bestu mögulegu læknisþjónustu í þessum erfiðu veikindum. Þeir sýna þarna hvaða mann þeir hafa að geyma.

Nú hafa þeir sett af stað söfnun til að létta Abel þá fjárhagslegu byrði sem svona erfiður sjúkdómur orsakar. Framundan er stærsta og mikilvægasta barátta Abels sem hann þarf að berjast í fjarri heimahögum.

Nú gefst okkur sem stundum knattspyrnu á Íslandi frábært tækifæri til að styðja góðan dreng í þessari baráttu. Við getum sýnt að þegar að á reynir stöndum við saman og erum öll í sama liði.

Okkur í meistaraflokki Grindavíkur langar að styðja Abel og vini okkar í Vestmannaeyjum sem standa fyrir þessu frábæra framtaki og leggja inn á reikning þeirra sektarsjóð okkar. Þar sem að sjóðurinn okkar er nú ekki í hæstu hæðum bættu allir sem koma að meistaraflokknum 1500 krónum í hann.

Það er ekki meining okkar að auglýsa einhvern smástyrk frá okkur heldur leggja til að öll meistaraflokks lið á Íslandi geri hið sama. Þannig gæti safnast smá upphæð sem kæmi sér vel fyrir Abel.

Með von um góð viðbrögð
Meistaraflokkur Grindavíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner