Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. febrúar 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Lengjubikarinn fer af stað
Fjölnir og FH sparka helginni af stað í kvöld.
Fjölnir og FH sparka helginni af stað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lengjubikar karla fer af stað um helgina þar sem keppt verður í öllum riðlum A-deildar.

Fjörið hefst strax í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti FH í Egilshöllinni, skömmu áður en Reykjavíkurslagur Þróttar og Leiknis hefst.

Blikar mæta Fylki í Fífunni á laugardaginn áður en Ólafsvíkingar mæta Selfyssingum í Akraneshöllinni.

Þá er stórleikur á dagskrá í Faxaflóamóti kvenna þar sem Breiðablik mætir Selfoss í toppslag A-riðils.

Dagskrá sunnudagsins er þéttskipuð leikjum úr Lengjubikarnum, en Keflavík mætir ÍBV í Reykjaneshöllinni og Fram á leik við Stjörnuna í Egilshöll.

Föstudagur:
Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
19:00 Fjölnir-FH (Egilshöll)
21:00 Þróttur R.-Leiknir R. (Egilshöll)

Laugardagur:
Faxaflóamót kvenna - Riðill A
13:15 Breiðablik-Selfoss (Fífan)
15:00 Afturelding-FH (N1-völlurinn Varmá)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 2
11:15 Breiðablik-Fylkir (Fífan)
15:00 Víkingur Ó.-Selfoss (Akraneshöllin)

Sunnudagur:
Lengjubikar karla - A deild Riðill 1
14:00 Keflavík-ÍBV (Reykjaneshöllin)
14:45 Valur-Huginn (Egilshöll)
20:15 Fram-Stjarnan (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 2
16:00 KA-Fjarðabyggð (Boginn)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
16:00 ÍA-Grindavík (Akraneshöllin)
18:15 KR-Haukar (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
18:00 Þór-Leiknir F. (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner