lau 13. febrúar 2016 09:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jón Daði og draumalið úr öllum liðum í enska í útvarpinu
Jón Daði verður á línunni.
Jón Daði verður á línunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á X-inu FM 97,7 í dag laugardag eins og venja er 12-14. Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson verða með þáttinn á morgun og að venju er stútfull dagskrá.

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður og nýr leikmaður Kaiserslautern, verður á línunni beint frá Þýskalandi.

Tómas Þór og Magnús Már ætla að velja úrvalslið sitt í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Um óvenjulegt úrvalslið er að ræða því einungis má velja einn leikmann úr hverju liði í deildinni!

Andri Júlíusson verður á línunni frá Noregi en hann mun ræða um Eiðs Smára æðið sem er í gangi þar í landi eftir að Eiður samdi við Molde í gær.

Þá verður farið vel yfir fréttir vikunnar erlendis sem og á Íslandi.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner