Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. febrúar 2016 14:10
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Þetta var ein klókasta aukaspyrna sögunnar
Joe Allen á meiðslalistanum.
Joe Allen á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfestir að Joe Allen verði frá í nokkurn tíma eftir að hafa meiðst á öxl. Liverpool heimsækir botnlið Aston Villa á sunnudag.

Allen hefur verið í fínum gír síðustu vikur og spilaði í jafntefli Liverpool gegn Sunderland um síðustu helgi. Hann var hinsvegar ekki í leikmannahópnum gegn West Ham í bikarnum á miðvikudag.

Klopp segir að varnarmaðurinn Dejan Lovren verði ekki með gegn Villa en verði vonandi klár í næsta leik þar á eftir.

„Martin Skrtel er mættur aftur á æfingar en þarf tíma. Steven Caulker var meiddur á baki en er tilbúinn í slaginn," sagði Klopp á fréttamannafundi.

Hann var einnig spurður út í skemmtilega aukaspyrnu Philippe Coutinho í bikarleiknum gegn West Ham en Coutinho setti boltann á lúmskan hátt undir vegginn.

„Þetta var ein klókasta aukaspyrna fótboltasögunnar. Phil er maður sem getur alltaf gert gæfumuninn í leikjum. Hann er ekki orðinn 100% heill en er á réttri leið," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner