Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. febrúar 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Kompany snýr loks aftur gegn Tottenham - Delph lengi frá
Kompany spilaði 10 mínútur á annan í jólum.
Kompany spilaði 10 mínútur á annan í jólum.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, verður með liðinu í stórleiknum gegn Tottenham á sunnudag.

Kompany hefur einungis spilað tíu mínútur síðan í nóvember en hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli á kálfa.

Kopany spilaði 45 mínútur sem eldri leikmaður með U21 árs liði Manchester City á dögunum og hann verður í hóp á sunnudag.

Verri fréttir hafa borist af miðjumanninum Fabian Delph en hann verður frá keppni í allt að sjö vikur.

Delph er meiddur á hásin en þetta er í annað skipti á tímabilinu sem hann er frá keppni í þónokkurn tíma.
Athugasemdir
banner
banner