fös 12. febrúar 2016 20:40
Óðinn Svan Óðinsson
Lengjubikarinn: Fjölnir auðveld bráð tíu FH-inga
Emil skoraði gegn sínum gömlu félögum
Emil skoraði gegn sínum gömlu félögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 0-4 FH
0-1 Kristján Flóki Finnbogason (´20)
0-2 Sam Hewson (’61)
0-3 Emil Pálsson (’77)
0-4 Atli Viðar Björnsson (´90) 

Fjölnir tók á móti FH í fjórða riðli A deildar Lengjubikarsins í kvöld.

Liðin stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum og það tók FH-inga ekki nema 20 mínútúr að brjóta ísinn en þá náði Kristján Flóki Finnbogason að koma boltanum í netið eftir flotta sendingu frá Steven Lennon.

Þegar seinni hálfleikur var rétt ný hafin fékk hinn ungi Emil Stefánsson sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það virtist þó aðeins efla FH-inga því aðeins níu mínútum síðar koma Sam Hewson þeim í 2-0. Sam sá þá við rangstöðugildru Fjölnismanna og kláraði færið sitt vel.

Fyrrum leikmaður Fjölnis, Emil Pálsson bætti svo við marki fyrir FH-inga þegar hann skoraði með skalla, stöng og inn á 77. mínútu leiksins.

Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson rak svo seinasta naglan í kistu Fjölnismanna þegar hann skoraði fjórða markið eftir frábæra afgreiðslu. Lokatölur 0-4
Athugasemdir
banner
banner
banner