fös 12. febrúar 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Messi valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta skipti
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í spænsku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti.

Verðlaunin voru fyrst gefin tímabilið 2013/2014 en Messi er einungis annar leikmaður Barcelona sem fær þau.

Neymar var valinn leikmaður nóvember mánaðar á þessu tímabili en Messi var valinn leikmaður janúar mánaðar eftir að hafa skorað sex mörk í fimm leikjum.

Verðlaunin um leikmann mánaðarins hafa verið afhent 22 sinnum frá því árið 2013 en þeir Cristiano Ronaldo, Diego Godin, Antoine Griezmann og Carlos Vela hafa allir unnið þau tvívegis.
Athugasemdir
banner
banner