Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. febrúar 2016 16:15
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Tottenham pirraðir út í Henry
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur átt fantagott tímabil í ensku úrvalsdeildinni og er með bestu vörn deildarinnar samkvæmt tölfræðinni, hefur aðeins fengið 19 mörk á sig.

Sparkspekingurinn Thierry Henry horfði þó framhjá því þegar hann valdi úrvalslið tímabilsins skipað leikmönnum úr efstu fjórum liðunum.

Tottenham á engan fulltrúa í vörninni og á reyndar aðeins einn leikmann í liðinu, það er miðjumaðurinn Dele Alli.

Stuðningsmenn Spurs eru mjög ósáttir við val Henry og eru farnir að láta í sér heyra á samskiptamiðlum.


Athugasemdir
banner
banner
banner