fös 12. febrúar 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Styttist í Cazorla og Wilshere - Welbeck klár í næstu viku
Danny Welbeck er byrjaður að æfa af fullum krafti.
Danny Welbeck er byrjaður að æfa af fullum krafti.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segir að það séu nokkrar vikur í að Jack Wilshere og Santi Cazorla séu klárir í slaginn með Arsenal.

Wilshere hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu eftir að hafa meitt sig illa á undirbúningstímabilinu og er Cazorla búinn að vera frá síðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Norwich þann 29. nóvember.

„Cazorla og Wilshere eru byrjaðir að hlaupa og núna er þetta spurning um vikur frekar en mánuði," sagði Wenger við vefsíðu Arsenal.

Þá segir Wenger að sóknarmaðurinn Danny Welbeck, sem hefur verið frá vegna meiðsla síðan í apríl í fyrra, gæti náð bikarleik Arsenal gegn Hull City í næstu viku.

„Danny Welbeck er byrjaður að æfa á fullu og gæti verið með gegn Hull City í næstu viku."
Athugasemdir
banner
banner
banner