fös 12. febrúar 2016 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Tólfan hitar upp fyrir EM á Spot í kvöld
Takið fram Tólfutreyjur í kvöld!
Takið fram Tólfutreyjur í kvöld!
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tólfan tryllir lýðinn á SPOT Tólfta febrúar. Nánar tiltekið í kvöld.

Nú er upprunnið Evrópumótarár fyrir okkur stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Sá draumur um að berja okkar ástkæra lið augum á stórmóti er loksins að verða að veruleika. Þessu ber heldur betur að fagna og ætlar Tólfan að hefja gleðina ekki seinna en núna. Nú í kvöld verður því blásið til heljarinnar veislu á Spot í Kópavogi og við viljum að þið mætið öll og fagnið með okkur. Niðurtalning til Frakklands er í fullum gangi.

Þetta er auðvitað tilvalið tækifæri fyrir þá sem ætla til Frakklands þar sem þeir geta kynnst framtíðar ferðafélögum sínum.

Herlegheitin hefjast kl 20:00 og verður heldur betur skemmtileg dagskrá.

Goðsagnir úr fótboltaheiminum mæta:

Heimir "okkar" Hallgrímsson mætir á svæðið og ávarpar Tólfuna. Þessi maður er snillingur.
Eyjólfur Sverrisson ávarpar mannskapinn líka. Ekki minni snillingur þar á ferð.

Kynning á EM varningi Tólfunnar
Flæðandi Carlsberg í boði fyrir þyrsta stuðningsmenn.
Heppnir gestir fá glaðning frá Tólfunni.
Einar Ágúst mundar gítarinn



Það er því engin ástæða til að sitja heima. Komdu með og taktu þátt í eðal Tólfufjöri. ÁFRAAAAAM ÍÍÍÍslaaaand!!!!
Athugasemdir
banner
banner
banner