Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 12. febrúar 2018 14:08
Magnús Már Einarsson
4. deild - Riðlaskipting klár fyrir sumarið
Berserkir eru í A-riðli.
Berserkir eru í A-riðli.
Mynd: Pétur Kjartan Kristinsson
Elliði og Skallagrímur eru í B-riðlinum.
Elliði og Skallagrímur eru í B-riðlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Árborg og Afríka leika í C-riðli.
Árborg og Afríka leika í C-riðli.
Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson
Birt hefur verið riðlaskipting 4. deildar karla, jafnframt því að drög að leikjaniðurröðun í henni hafa verið gefin út.

31 lið tekur þátt í deildinni í ár en ekkert lið bætist við síðan á síðasta tímabili. Drangey og Hrunamenn senda hins vegar ekki lið til keppni í ár líkt og í fyrra.

Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli og eftir það tekur við úrslitakeppni um sæti í 3. deild. Þrjú lið fara upp úr 4. deildinni í ár þar sem samþykkt var á ársþingi KSÍ um helgina að fjölga liðum í 3. deild á næsta ári.

Smelltu hér til að sjá drög að leikjaniðurröðun á vef KSÍ

A riðill
Berserkir
Hamar
KB
KFR
Snæfell
Stál Úlfur
Stokkseyri
Ýmir

B-riðill
Elliði
Hvíti Riddarinn
Hörður Ísafirði
Mídas
Reynir S.
Skallagrímur
SR
Úlfarnir

C-riðill
Afríka
Álafoss
Álftanes
Árborg
GG
Ísbjörninn
KFS
Kóngarnir

D-riðill
Geisli A
ÍH
Kormákur/Hv0t
Kórdrengir
Kría
Léttir
Vatnaliljur
Athugasemdir
banner