Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexis: Messi grét eftir tapið gegn Chelsea
Alexis gerði 39 mörk í 88 deildarleikjum fyrir Barca.
Alexis gerði 39 mörk í 88 deildarleikjum fyrir Barca.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez spilaði báða leikina er Barcelona tapaði fyrir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2012.

Lionel Messi klúðraði vítaspyrnu á Camp Nou og náðu 10 leikmenn Chelsea að vinna samanlagt 3-2 eftir afar dramatíska leiki.

Alexis sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi séð Messi hágrátandi inn í búningsklefa að leikslokum. Framherjinn notaði það sem dæmi um að lífið sem atvinnumaður í knattspyrnu er ekki bara dans á rósum.

„Að mínu mati bjargar knattspyrna mörgum lífum. Þetta er íþrótt sem getur gefið manni lúxuslíf en fólk áttar sig ekki á allri vinnunni og öllum þeim fórnum sem liggja að baki," sagði Alexis.

„Fórnir eins og að vera langt frá fjölskyldu og vinum ellefu mánuði ársins eða missa af afmæli mömmu sinnar. Margir leikmenn eru svo einbeittir og uppteknir að þeir missa af fæðingu barna sinna.

„Þetta er íþrótt sem getur látið mann farið að gráta. Ég man eftir því þegar Leo grét í klefanum eftir tapið gegn Chelsea. Hann var hágrátandi því hann hafði brugðist sjálfum sér."


Alexis gefur lítið fyrir fólk sem gagnrýnir knattspyrnumenn fyrir að kaupa sér flotta bíla og dýra hluti. Hann hefur sjálfur verið gagnrýndur fyrir að skipta úr Arsenal og yfir í Manchester United, þar sem margir saka hann um að vera að elta peninga frekar en hjartað.

„Það er ekki hægt að gera öllum til geðs, það mun alltaf einhver vera reiður. Sama hvað þú gerir. Þú ert í sviðsljósinu, fólk talar um þig og gagnrýnir stanslaust. Ef þú kaupir flottan bíl þá ertu að sýna þig.

„Stundum segir fólk hluti eins og 'Hann er orðinn of stór fyrir skóna sína' eða 'Hann hefur breyst'."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner