Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. febrúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Bjartari tímar hjá Elíasi Má
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu með IFK Gautaborg eftir erfitt ár hjá félaginu í fyrra.

Elías byrjaði einungis fjóra deildarleiki í Svíþjóð á síðasta tímabili og náði ekki að skora mark.

Í vetur var Elías settur á sölulista hjá Gautaborg en félagið ákvað hins vegar að hafna tilboðum frá félögum á Norðurlöndunum og frá Ísrael í janúar.

Hinn 32 ára gamli Poya Asbaghi tók við þjálfun Gautaborg í vetur og hann virðist hafa meiri trú á Elíasi en forveri hans.

Elías skoraði gegn Meix­i­an Techand frá Kína í æfingaleik síðastliðinn föstudag og hann hefur látið til sín taka í æfingaleikjum að undanförnu.

Í fyrstu fjórum æfingaleikjum Gautaborg hefur Elías komið að sex mörkum liðsins. Hann hefur skorað tvö mörk, lagt upp tvö og fiskað tvö víti.
Athugasemdir
banner
banner
banner