Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. febrúar 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea og PSG vilja Luis Enrique
Mynd: Getty Images
Guillem Balague, sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum, segir að bæði Chelsea og PSG hafi rætt við Luis Enrique með það fyrir augum að taka við í sumar.

Enrique hætti sem þjálfari Barcelona í fyrrasumar og ákvað að taka sér frí frá fótbolta í eitt ár.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, er undir mikilli pressu þessa dagana og líklegt þykir að hann missi starfið í sumar.

Unai Emery er þjálfari PSG og framtíð hans er einnig óljós.

Enrique hefur sjálfur verði að læra ensku og möguleiki er að hann fái tvö stór starfstilboð í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner