Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. febrúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Conte: Ég er skelfilegur í að fá félagið til að kaupa leikmenn
Í brasi.
Í brasi.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist vera skelfilegur í að fá félagið til að kaupa nýja leikmenn. Conte hefur oft kvartað yfir því hversu illa Chelsea gengur á leikmannamarkaðinum.

„Ég næ vanalega bestu mögulegu úrslitum með leikmönnunum sem ég þarf að vinna með. Ég er þannig þjálfari að ef leikmaður sem ég er með er með 6/10 þá næ ég honum upp í 8/10. Ef ég er með leikmann sem er 8/10 þá næ ég honum upp í 10/10. Ég er þannig þjálfari," sagði Conte.

„Þetta er mitt verkefni og ég er mjög góður því. Ég er hins vegar skelfilegur í að sannfæra félagið um að kaupa leikmenn. Ég tel að ég geti bætt mig mikið á því sviði."

„Ég þarf að læra það af öðrum stjórum. Ég þarf að ræða við stjóra sem eru mjög góðir i að sannfæra félög sín um að eyða pening til að kaupa topp leikmenn."


Conte er undir mikilli pressu hjá Chelsea en liðið mætir WBA í kvöld og þarf sigur þar til að komast aftur í topp fjóra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner