Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. febrúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Pétursson sæmdur Heiðurskrossi KSÍ
Guðni Bergsson formaður KSÍ, Guðmundur Pétursson og Guðrún Inga Sívertsen varaformaður.
Guðni Bergsson formaður KSÍ, Guðmundur Pétursson og Guðrún Inga Sívertsen varaformaður.
Mynd: KSÍ
Guðmundur Pétursson, fyrrum varaformaður KSÍ, var sæmdur Heiðurskrossi KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn fyrir störf sín í þágu þess.

Guðmundur var aðalmarkvörður KR árin 1966-1969 og síðan aftur 1971, og varð Íslandsmeistari með liðinu 1968. Hann lék einnig þrjá A-landsleiki árið 1967, gegn Danmörku og Spáni.

Hann þjálfaði yngri flokka KR í mörg ár, meistaraflokk karla árið 1976 og hluta tímabils 1981. Guðmundur var jafnframt formaður rekstrarfélags KR þegar félagið varð Íslandsmeistari 1999, fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í 31 ár.

Guðmundur settist í stjórn KSÍ árið 1990 og var varaformaður sambandsins árin 1990-1995. Hann hefur verið þingforseti á ársþingi KSÍ árin 2006-2018. Guðmundur á sæti í áfrýjunardómstól KSÍ, hann var eftirlitsmaður á vegum UEFA og sat í áfrýjunarnefnd UEFA.

Guðmundur hefur verið nátengdur íslenskri knattspyrnu frá unga aldri og unnið gríðarlega gott starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi, hvort sem það er á sviði félags- eða landsliða. KSÍ þakkar honum fyrir frábær störf hans í gegnum tíðina.
Athugasemdir
banner