mán 12. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Við erum betra lið án Neymar
Messi og Neymar gerðu stórkostlega hluti ásamt Luis Suarez í ógnvekjandi sóknarlínu Börsunga.
Messi og Neymar gerðu stórkostlega hluti ásamt Luis Suarez í ógnvekjandi sóknarlínu Börsunga.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi segir frábært gengi Barcelona á tímabilinu koma til vegna breytinga á leikstíl liðsins.

Barca er taplaust og með sjö stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar. Liðið mætir Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við erum betra lið án Neymar. Brottför hans varð til þess að við breyttum leikstílnum okkar og erum betra lið fyrir vikið," sagði Messi við Sunday Mirror.

„Við erum ekki jafn ógnvekjandi sóknarlega en erum mikið betri varnarlega. Það er meira jafnvægi í liðinu og okkur gengur betur í öllum keppnum."

Messi telur fjögur félög, auk Barca, hafa mikla möguleika á að vinna Meistaradeildina í ár og er Neymar í einu þeirra.

„Manchester City og Paris Saint-Germain eru tvö af bestu liðunum í ár. Ég get ekki sleppt því að nefna Real Madrid þrátt fyrir slakt gengi á tímabilinu. Svo getur Bayern München líka farið alla leið.

„Eins og staðan er í dag eru PSG og Man City best."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner