mán 12. febrúar 2018 11:47
Magnús Már Einarsson
Morata segist klár fyrir leikinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Chelsea, segist vera klár í leikinn gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Morata hefur verið frá keppni í tæpan mánuð vegna meiðsla á baki og á föstudaginn sagðist Antonio Conte, stjóri Chelsea, ekki hafa hugmynd um hvenær leikmaðurinn yrði klár á nýjan leik.

Í gærkvöldi birti Alice eiginkona hans myndband af Morata þar sem þau voru að dansa saman. Morata sást meðal annars halda á Alice í dansinum.

Stuðningsmenn Chelsea lýstu yfir áhyggjum af því að Morata væri að taka slík dansatriði þegar hann er meiddur í baki en framherjinn segir að myndbandið sé gamalt. Hann segir líka að meiðslin séu horfin í bili.

„Þetta er gamalt myndband. Ég er ekki meiddur og ég er klár í leikinn á morgun (í kvöld)" skrifaði Morata undir myndbandið hjá konu sinni í gær.

Chelsea mætir WBA klukkan 20:00 í kvöld og þarf sigur til að komast aftur í topp fjóra í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner