Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. febrúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Östersund segir Arsenal að búningsklefinn sé í snjóhúsi
Mynd: Östersund
Mikil eftirvænting er hjá sænska félaginu Östersund fyrir fyrri leikinn gegn Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag.

Snjór hefur verið í Östersund undanfarnar vikur en í síðustu viku var 18 gráðu frost þar.

Í dag birti félagið skemmtilega færslu á Twitter. Þar sendir Östersund skilaboð til Arsenal í gríni þar sem segir að nýir búningsklefar félagsins séu í snjóhúsi.

Östersund spilar heimaleiki sína á Jämtkraft Arena en þar er gervigras. Völlurinn er því í fínu lagi þrátt fyrir mikinn snjó undanfarnar vikur. Rúmlega 9000 áhorfendur komast fyrir á leikvanginum.

Ævintyri Östersund hefur vakið mikla athygli en árið 2011 lék liðið í sænsku D-deildinni. Bikarmeistaratitill árið 2017 kom Östersund í Evrópudeildinni þar sem liðið hefur unnið Hertha Berlin, Galatasaray og fleiri.



Athugasemdir
banner
banner