Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort læknarnir spili með Þrótti
Oddur Björnsson.
Oddur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að Oddur Björnsson verði með Þrótti í sumar vegna anna í starfi sínu sem læknir. Þetta staðfesti Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá er óvíst hversu mikið kantmaðurinn Vilhjálmur Pálmason getur verið með Þrótti en hann starfar einnig sem læknir.

Vilhjálmur spilaði með Þrótti í Reykjavíkurmótinu en framhaldið er óljóst hjá honum. Gregg segir að ljóst sé að ef Vilhjálmur verði eitthvað með Þrótti þá geti hann ekki verið á fullum krafti vegna anna í vinnu.

Oddur og Vilhjálmur eru báðir fæddir árið 1991 og hafa leikið með Þrótti alla sína tíð.

Í fyrra spiluðu þeir báðir tuttugu leiki og skoruðu sitthvor tvö mörkin þegar Þróttur endaði í 3. sæti í Inkasso-deildinni.

Oddur hefur samtals skorað 21 mark í 145 deildar og bikarleikjum á ferli sínum með Þrótti en Vilhjálmur hefur skorað 20 mörk í 160 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner