Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. febrúar 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Pep efast um að City vinni Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að hann muni verða sáttur með það þótt liðið komist ekki lengra en í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni.

Hann efast um að liðið sé tilbúið til þess að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að vera að stinga af í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið hefur aðeins einu sinni komist í undanúrslit keppninnar en það var árið 2016 undir stjórn Manuel Pellegrini. Liðið datt úr keppninni í 16 liða úrslitum á síðasta ári fyrir Monaco.

„Ég veit ekki hvort við séum tilbúnir að sigra keppnina. Ég hef fulla trú á leikmönnum mínum en þessi keppni er sérstök."

„Markmið okkar er að gera betur en á síðasta tímabili og fara í 8 liða úrslit. Það verður nóg í bili."

„Við höfum verið að spila betur á þessu tímabili en því síðasta, það er ekki hægt að neita því."


Pep Guardiola ferðast með lið sitt til Sviss á morgun og mætir Basel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner