Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 12. febrúar 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Pjanic neitaði Tottenham og Arsenal
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic miðjumaður Juventus segist hafa neitað tilboðum frá Arsenal og Tottenham á sínum tíma.

Pjanic mun mæta Tottenham með Juventus í Meistaradeildinni annað kvöld en hann átti að leysa Luka Modric af hólmi hjá liðinu þegar sá síðarnefndi fór til Real Madrid.

Þá lék leikmaðurinn með Roma og hafði einungis verið hjá liðinu í eitt ár. Hann ákvað að halda þróun sinni frekar áfram í Róm áður en hann gekk til liðs við Juventus.

„Ég neitaði Arsenal og Tottenham. Þegar ég fékk tækifæri til þess að ganga til liðs við Tottenham sagði ég þeim að ég væri ánægður þar sem ég var."

„Ég hafði góðar ástæður til þess að neita þeim."


Pjanic eyddi fimm árum hjá Roma en gekk til liðs við Juventus fyrir 30 milljónir punda þegar Paul Pogba yfirgaf liðið og fór til Manchester United.

Pjanic segir að markmið Juventus sé að sigra Meistaradeildina en fyrst þurfi þeir að sigra frábært lið í 16 liða úrslitum.

„Við erum metnaðarfullir og hungraðir, við viljum vinna þessa keppni en Tottenham eru með frábært lið."


Athugasemdir
banner
banner
banner