banner
   mán 12. febrúar 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Pochettino: Þurfum að fara varlega með Toby
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino segir að hann þurfi að fara varlega í það að velja Toby Alderweireld í lið sitt til þess að vernda feril leikmannsins.

28 ára varnarmaðurinn var ekki valinn í leikmannahóp Tottenham fyrir leikinn gegn Juventus í Meistaradeildinni annað kvöld þrátt fyrir að hafa sjálfur sagt að hann væri tilbúinn til þess að spila fyrir þremur vikum.

Pochettino segir að allir séu pirraðir á því að Alderweireld geti ekki enn spilað.

Alderweireld sem hefur átt í samningaviðræðum um nýjan samning undanfarið ár meiddist á læri gegn Real Madrid í nóvember og hefur einungis leikið gegn Newport í FA bikarnum síðan þá.

Pochettino talaði um Alderweireld á fréttamannafundi fyrir viðureign Tottenham gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

„Strax frá fyrsta degi höfum við verið með plan til þess að hjálpa honum."

„Hann er 28 ára gamall og svona slæm meiðsli þarf að hugsa vel um því þau gætu eyðilagt feril hans. Við gerðum plan til þess að fá hann sem fyrst til baka og sterkari en áður."

„Hann þarf að leggja hart að sér en til þess að spila leik eins og þennan gegn Juventus þarftu að vera 200% heill."

„Auðvitað er leiðinlegt fyrir hann að missa af leikjum eins og Arsenal leiknum og Meistaradeildarleikjum. Ég skil vel að hann sé pirraður."



Athugasemdir
banner
banner
banner