Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgal fjórða þjóðin til að vinna EM í Futsal
Mynd: Getty Images
Portúgal 3 - 2 Spánn
1-0 Ricardinho ('1)
1-1 Tolra ('19)
1-2 Lin ('32)
2-2 Bruno Coelho ('39)
3-2 Bruno Coelho ('50)

Portúgal varð í gærkvöldi fjórða þjóðin til að vinna Evrópumótið í Futsal eftir 3-2 sigur gegn sjöföldum Evrópumeisturum Spánverja.

Richardinho kom Portúgal yfir strax á fyrstu mínútu og jafnaði Tolra fyrir Spánverja rétt fyrir leikhlé.

Lin kom Spánverjum yfir í síðari hálfleik og tókst Bruno Coelho að knýja framlengingu með glæsilegu jöfnunarmarki rétt fyrir leikslok.

Það var á lokamínútum framlengingarinnar sem Coelho gerði sigurmark Portúgal úr vítaspyrnu.

Mótið var haldið í Slóveníu í fyrsta sinn. Rússland hafði betur gegn Kasakstan í bronsleiknum.

Sigurvegarar EM í Futsal
1996 Spánn
1999 Rússland
2001 Spánn
2003 Ítalía
2005 Spánn
2007 Spánn
2010 Spánn
2012 Spánn
2014 Ítalía
2016 Spánn
2018 Portúgal
Athugasemdir
banner