banner
   mán 12. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam: Tosun er í basli
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Cenk Tosun.
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Cenk Tosun.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, segir að tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sé í vandræðum með að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni.

Everton keypti Tosun á 27 milljónir punda frá Besiktas í janúar en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

„Hann er í basli með að venjast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni og það gerist hjá fleiri leikmönnum en ekki þegar þeir koma nýir í deildina í janúar," sagði stóri Sam.

„Það er mikilvægt fyrir hann að æfa virkilega vel. Þegar það hellirignir þá er ískalt og hann er ekki vanur því."

„Það er enginn vafi á hæfileikum hans í að skora mörk en þú þarft að komst í færi til að skora mörkin og það er erfiði hlutinn. Það er ekki óvejnulegt að sjá framherja í vandræðum þegar þeir koma fyrst og við höfum séð marga lenda í þessu."

„Við þurfum að reyna að vera þolinmóðir. Liðið er að vinna án hans og því getum við verið þolinmóðir."

Athugasemdir
banner
banner