Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír stuðningsmenn West Ham handteknir
Mynd: Getty Images
Þrír stuðningsmenn West Ham hafa verið handteknir eftir slagsmál við gæsluna á London Stadium.

West Ham lagði Watford að velli með tveimur mörkum gegn engu og voru heimamenn 1-0 yfir í hálfleik.

Stuðningsmönnunum var hent út í leikhlénu eftir að einn þeirra hafði kastað bjórglasi í andlitið á gæslumanni.

Mennirnir voru handteknir fyrir að ráðast að vallarstarfsmönnum auk þess sem einn er undir rannsókn fyrir alvarlegt kynþáttaníð.

Enginn meiddist í átökunum og hafa stuðningsmennirnir verið settir í bann frá leikvanginum. Þeir bætast á langan lista áhorfenda sem mega ekki mæta á heimaleiki West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner