mán 12. febrúar 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Trapp: Neymar alls ekki hrokafullur
Trapp missti byrjunarliðssætið til Alphonse Areola.
Trapp missti byrjunarliðssætið til Alphonse Areola.
Mynd: Getty Images
Kevin Trapp, varamarkvörður Paris Saint-Germain, segir brasilíska framherjann Neymar alls ekki vera hrokafullann.

Neymar varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar hann var seldur frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra síðasta haust.

Hjá PSG hefur Neymar verið stórkostlegur og er hann búinn að gera 28 mörk í 27 leikjum.

Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hegðun sína innan vallar, þar sem hann hefur verið ásakaður um að reyna að gera lítið úr andstæðingum sínum.

Á dögunum rataði Neymar í fjölmiðla fyrir að draga höndina til baka eftir að hafa boðið andstæðingi aðstoð við að koma sér á lappir á lokamínútum uppbótartímans.

„Hann er með risa hjarta. Hann er ótrúlega fínn og hjálpsamur, hann er allt annað en hrokafullur og hefur komið sér frábærlega fyrir innan félagsins. Hann er leiðtogi sem þráir að sigra," sagði Trapp við Bild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner