Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. mars 2014 10:17
Magnús Már Einarsson
Geir og Kolbeinn í Selfoss (Staðfest)
Kolbeinn Kristinsson.
Kolbeinn Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tvíburabræðurnir Geir og Kolbeinn Kristinssynir hafa gengið til liðs við Selfoss en þeir koma til félagsins frá Fjölni.

Geir og Kolbeinn hafa æft með Selfyssingum undanfarnar vikur en þeir léku einnig með Víkingi Ólafsvík í Fótbolta.net mótinu í janúar.

Þeir hafa nú skipt yfir í Selfoss og munu leika með liðinu í 1. deildinni í sumar. Bræðurnir eru 23 ára gamlir og geta leyst stöður bæði á vörninni og á miðjunni.

Þeir eru báðir uppaldir í Fjölni en hafa einnig áður leikið með Völsungi og Árborg á láni auk þess sem Geir lék með Þrótti á láni síðari hlutann á síðasta tímabili.

Þá er varnarmaðurinn Bjarki Már Benediktsson kominn aftur til Selfyssinga á láni frá FH en hann lék með liðinu í 1. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner