banner
   fim 12. mars 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Yfirmaður öryggismála á Hillsborough viðurkennir lygavef
David Duckenfield segir minningar frá deginum örlagaríka vera móðukenndar vegna áfallsins.
David Duckenfield segir minningar frá deginum örlagaríka vera móðukenndar vegna áfallsins.
Mynd: Getty Images
David Duckenfield var yfirmaður öryggismála á Hillsborough-vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létu lífið.

Duckenfield er orðinn 70 ára gamall og er búinn að viðurkenna lygavef sem var spunninn í kringum málið á sínum tíma.

,,Allir vissu hver sannleikurinn var. Stuðningsmennirnir og lögregluþjónarnir vissu að við opnuðum hliðið. Ég mun sjá eftir þessari lygi allt mitt líf," sagði Duckenfield

Sannleikurinn var sá að Duckenfield hafði látið opna hliðið sem varð til þess að 5000 stuðningsmenn Liverpool tróðu sér í þegar troðfulla stúku og létust 96 þeirra í troðningnum.

Duckenfield var fljótur að bakka í vörn á sínum tíma og sagði að stuðningsmennirnir hefðu komist gegnum hliðið af sjálfsdáðum.

,,Ég var engan veginn þjálfaður til að takast á við þessar aðstæður svo ég laug mig út úr þeim. Ég hafði ekki hugmynd um hversu alvarlegar afleiðingarnar yrðu. Ég vil biðja fjölskyldurnar innilegrar afsökunar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner