Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon héldu um stjórnartaumana að vanda í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Komin er inn upptaka af þættinum í heild sinni.
Upptökur af þættinum koma inn á Vísi
Upptökur af þættinum koma inn á Vísi
Enski boltinn var til umræðu og heyrt í tveimur eldheitum stuðningsmönnum. Tryggvi Páll Tryggvason af raududjoflarnir.is ræddi um Manchester United og Birgir Ólafsson um Tottenham.
Norski boltinn er byrjaður að rúlla og var hringt í Aron Elís Þrándarson.
Þá gerði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, upp Algarve-mótið þar sem Ísland tók bronsverðlaunin.
Athugasemdir