mán 12. mars 2018 11:02
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang: Ég er hérna vegna Wenger
Aubameyang fagnar marki.
Aubameyang fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hefur fengið stuðning frá sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang. Gabonmaðurinn segir að Wenger sé ástæðan fyrir því að hann fór til Arsenal.

Wenger er undir mikilli pressu en hætta er á að Arsenal missi aftur af sæti í Meistaradeildinni.

„Auðvitað er ég mjög ánægður því ég er hérna vegna hans. Hann hafði áhuga á mér og ég er ánægður með að spila fyrir hann," segir Aubameyang.

Aubameyang viðurkennir að það taki tíma fyrir sig að aðlagast almennilega á Emirates, sérstaklega þegar hann getur ekki spilað í Evrópudeildinni. Hann var í viðtali eftir 3-0 sigur gegn Watford þar sem hann skoraði eitt af mörkunum.

„Þetta er mikilvægur sigur fyrir okkur. Liðið spilaði vel og þetta eru frábær þrjú stig sem við þurftum á að halda. Ég tel að stuðningsmenn séu ánægðir í kvöld og það er mikilvægt. Ég er að finna taktinn betur með hverjum leiknum. Það eru vonbrigði að geta ekki hjálpað Arsenal í Evrópudeildinni en svona er lífið," segir Aubameyang sem er ólöglegur í Evrópudeildinni þar sem hans fyrrum lið, Dortmund, er í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner