Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 12. mars 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher gagnrýndi föðurinn - Mæðgurnar ósáttar
Mynd: Getty Images
Eins og frægt er þá hrækti Jamie Carragher inn um bílrúðu þar sem táningsstelpa og faðir hennar fengu gusuna beint á sig.

Atvikið náðist á myndband sem faðirinn tók er hann ataðist í Carragher eftir 2-1 sigur Man Utd gegn Liverpool á laugardaginn.

„Þetta var aðeins meira heldur en eitt skipti og hann að segja bara 'hæ við unnum 2-1'. Þetta gerðist tvisvar eða þrisvar og ég keyrði í burtu fyrstu skiptin," sagði Carragher eftir atvikið.

„Ég missti hausinn og gerði eitthvað sem ég hefði aldrei átt að gera. Ég hugsaði með mér 'hvað ætli faðirinn sé að spá, að vera ítrekað að þessu með dóttur sína í bílnum?'"

Carragher bað fjölskylduna afsökunar eftir atvikið og ummælin, en mæðgurnar voru allt annað en sáttar áður en formleg afsökunarbeiðni barst á sunnudagskvöldið.

„Ég er mjög reið og vonsvikinn að hann hafi getað gert eitthvað svona. Þetta er bara barn," sagði móðirin.

„Hvað gerði hún rangt? Hún er alsaklaus. Að hrækja á einhvern er að leggjast á lægsta plan, þetta er ógeðslegt.

„Ég hef horft á fótbolta í mörg ár. Snýst þetta ekki allt um að atast í hvor öðrum? Og getur hann ekki tekið því? Ég myndi skilja þetta ef það væri einhver í andlitinu á honum að áreita hann."


Dóttirin, sem er 14 ára, talaði um áhrif atviksins á sig. Hún segist hafa tekið þessu nærri sér í fyrstu og þá segir hún skólafélaga sína ekki tala um annað.

„Ég hélt ég hefði gert eitthvað af mér í fyrstu. Maður á hans aldri ætti að geta tekið gríni. Skólafélagar mínir vita allir af þessu og gera óspart grín," sagði dóttirin.
Athugasemdir
banner
banner
banner