Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. mars 2018 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Fjölskyldan vill ekki að Carragher missi starfið
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher var sendur í frí eftir hrákuskandal helgarinnar og talar hann um atvikið sem stærstu mistök lífs sins. Carragher starfar sem knattspyrnusérfræðingur hjá Sky og gæti verið rekinn vegna málsins.

Carragher hrækti inn um bílrúðu hjá stuðningsmanni Manchester United sem tók atvikið upp á myndband.

Maðurinn var með dóttur sína í farþegasætinu og var að atast í Carragher eftir 2-1 sigur Man Utd gegn Liverpool á laugardaginn.

„Það leikur enginn vafi á því að þetta er ógeðslegt og ég vil biðjast afsökunar. Þegar ég horfi á myndbandið þá líður mér eins og þetta hafi ekki verið ég, ég missti vitið í fjórar eða fimm sekúndur," sagði Carragher.

„Ég vona að stundarbrjálæði kosti mig ekki starfið. Þetta eru stærstu mistök sem ég hef gert."

Fjölskyldan er búin að fyrirgefa Carragher og vill ekki að hann missi starf sitt útaf atvikinu.

„Við viljum ekki að hann missi starfið. Við vildum bara útskýringu og afsökun. Það gera allir mistök," sagði faðirinn og tóku mæðgurnar í sama streng.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner