Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. mars 2018 09:05
Magnús Már Einarsson
Hægt að kaupa miða á HM á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsti miðasölugluggi fyrir HM í Rússlandi í sumar hefst klukkan 9:00 að íslenskum tíma á morgun, þriðjudag.

Hægt verður að kaupa miða á miðasöluvef FIFA

Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerfinu um það hvort miðarnir fást – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Íslendingar sem sóttu um miða í desember og janúar hafa undanfarnar vikur verið að fá svör um það hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Síðustu úthlutanir úr síðasta fasa miðasölunnar eru að klárast í dag.

„Við bendum þeim sem hafa fengið miða og ætla ekki að nýta þá að bíða eftir að endursölugluggi opni hjá FIFA. Fólk á ekki að reyna að selja miðana sína sjálft og ekki kaupa miða öðruvísi en beint af miðasöluvef FIFA. Miðar sem eru keyptir beint af öðrum miðakaupendum verða ónothæfir," segir á heimasíðu KSÍ.

„Þeir sem hafa ekki enn fengið miða eru hvattir til að reyna að ná í miða í glugganum sem opnar á þriðjudaginn."

„Ef það verður uppselt á einstaka leiki þá gæti verið að það verði tækifæri að fá miða þegar endursöluhlutinn opnar hjá FIFA, en ekki er vitað hvenær sá fasi opnar."

Hægt verður að kaupa miða á miðasöluvef FIFA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner