Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 12. mars 2018 22:46
Ívan Guðjón Baldursson
Paul Lambert: Man City er á öðru plani
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, stjóri Stoke, segist ekki erfa það við leikmenn sína að hafa tapað 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli.

Stoke sá ekki til sólar í leiknum og er Man City með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar eftir leikinn. Stoke er sem fyrr í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir.

„Þetta er besta lið sem ég hef séð í langan tíma, þeir eru á allt öðru plani. Ég vil bara hrósa strákunum fyrir að missa ekki haus," sagði Lambert að leikslokum.

„Þeir refsuðu fyrir mistök en við létum þá ekki opna okkur eins og þeir hafa verið að gera við önnur lið.

„Þeir spila ótrúlegan fótbolta, það er varla hægt að stöðva þá. Ég ætla ekki að gagnrýna strákana, það gerðu allir sitt besta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner