Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 12. mars 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Real vill fá Salah - Lewandowski til Man Utd?
Powerade
Lewandowski er orðaður við Manchester United.
Lewandowski er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Kante er sagður á óskalista PSG.
Kante er sagður á óskalista PSG.
Mynd: Getty Images
Það er fátt betra en að byrja vikuna á að rúlla yfir slúðurpakkann. Kíkjum á það helsta úr ensku blöðunum í dag.



Gareth Bale (28) er líklega á förum frá Real Madrid í sumar. (Diario Gol)

Real Madrid vill fá Mohamed Salah (25) frá Liverpool til að fylla skarð Bale. Real hefur fengið þau skilaboð að Salah kosti 142 milljónir punda. (El Confidencial)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Robert Lewandowski (29) framherja Bayern Munchen. (ESPN)

Timo Werner (22) framherji RB Leipzig hefur sagt Mancheser United og Liverpool að gleyma því að reyna að krækja í sig í sumar. (Mirror)

Englendingar hafa áhyggjur af Harry Kane fyrir HM í sumar en hann fór heim í spelku eftir leikinn gegn Bournemouth í gær. (Sun)

N'Golo Kante (26) miðjumaður Chelsea er einn af þeim sem eru á óskalista PSG fyrir sumarið. (Canal+)

Antonie Griezmann (26) framherji Atletico Madrid er byrjaður að leita að húsi í Barcelona fyrir möguleg félagaskipti í sumar. (Marca)

Juvenus reiknar ekki með að Emre Can (24) miðjumaður Liverpool ákveði framtíð sína fyrr en í sumar. Can verður samningslaus í sumar en hann gæti þá farið frítt í annað félag. (Liverpool Echo)

Alban Lafont (19) markvörður Toulouse er eftirsóttur en Arsenal, Napoli og Roma vilja krækja í hann. (L'Equipe)

Arsenal er tilbúið að lána Eddie Nketiah og Reiss Nelson. (Mirror)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að kaupa Kenedy (22) frá Chelsea í sumar. Brasilíski kantmaðurinn er í láni hjá Newcastle en hann skoraði tvö mörk um helgina. (Northern Echo)

Benítez ætlar að endurskoða stöðu framherjans Aleksandar Mitrovic í sumar. Mitrovic (23) er í láni hjá Fulham frá Newcastle en hann hefur raðað inn mörkum í Championship deildinni. (Newcastle Chronicle)

Alan Pardew, stjóri WBA, fundar með eigendum félagsins í dag en þá kemur í ljós hvort hann fái að halda áfram með liðið eða ekki. (Guardian)

David Gold, annar af eigendum West Ham, brast í grát eftir mótmæli stuðningsmanna á leiknum gegn Burnley um helgina. (Sky Sports)

Mark Noble, miðjumaður West Ham, fær ekki refsingu fyrir að hafa hrint stuðningsmanni sem hljóp inn á völlinn gegn Burnley. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner