Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. mars 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Þú ert kona, svo ég segi þér ekki að fara í rassgat
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri var allt annað en sáttur með spurningar fréttamanna eftir markalaust jafntefli Napoli gegn Inter í ítölsku toppbaráttunni.

Jafnteflið þýðir að Napoli missti toppsætið til Juventus, sem á leik til góða gegn Atalanta á miðvikudaginn. Juve kemst í fjögurra stiga forystu með sigri.

Sarri strunsaði úr sjónvarpsviðtali að leikslokum eftir að hafa verið spurður hvort hann þyrfti ekki að breikka hópinn og hvort jafnteflið myndi gera út um titilvonir Napoli.

Það var á fréttamannafundinum eftir leikinn sem Sarri missti þolinmæðina algjörlega og hefur verið gagnrýndur mikið í heimalandinu.

Fréttakona spurði hann hvort jafnteflið myndi gera út um titilvonir Napoli og var Sarri nóg boðið.

„Þú ert kona, þú ert fín, þannig ég ætla ekki að segja þér að fara í rassgat," sagði Sarri, sem baðst persónulega afsökunar eftir fundinn.
Athugasemdir
banner
banner