Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. mars 2018 11:48
Magnús Már Einarsson
Sjúkraþjálfari Vals: Trúi ekki að liðbandið sé slitið hjá Gylfa
Icelandair
Gylfi fagnar marki með Everton.
Gylfi fagnar marki með Everton.
Mynd: Getty Images
Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari Íslandsmeistara Vals, telur að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki með slitið liðband miðað við það að hann hafi klárað leik Everton og Brighton um helgina.

Gylfi meiddist eftir að hafa átt sendingu í fyrri hálfleik gegn Brighton. Gylfi lá meiddur eftir en kláraði síðan leikinn. Ljóst er að liðbönd í utanverðu hægra hné Gylfa eru mjög sködduð eða jafnvel slitin en Gylfi fer í nánari rannsókn í dag.

Ef liðböndin eru sködduð er oftast reiknað með tveggja til þriggja mánaða fjarveru. Þá er Gylfi kominn í kapphlaup við tímann til að verða klár fyrir HM. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM þann 16. júní. Rúmar þrettán vikur eru í þann leik eða 96 dagar.

Ef liðböndin eru slitin er ólíklegt að Gylfi spili á HM. Í allra besta falli yrði Gylfi þá frá í þrjá mánuði en í versta falli þyrfti hann að fara í aðgerð sem þýðir sex til níu mánaða fjarvera.

„Ég trúi því ekki að þetta sé slitið miðað við spiltíma og áverkann á myndbandinu. Hné verður verður svo óstöðugt við algjört slit að maður á ekki að geta spilað áfram," sagði Einar Óli við Fótbolta.net í dag.

Einar Óli segir að möguleiki sé á að utanverður liðþófi hafi skaddast eða um sé að ræða tognun á utanverðu liðbandi.

„Ef það er matið hjá sjúkraþjálfurum og læknum Everton að meiðslin séu alvarleg þá þykir mér líklegast að utanverður liðþófi hafi eitthvað skaddast eða þetta sé tognun á utanverðu liðbandi. Sér í lagi ef meiðslin gerast þegar hann er að gefa þessa utanfótar sendingu."

„Þá kemur snúningur á hnéð sem getur valdið skaða á liðþófanum. En þá þarf líklega aðgerð og hann verður frá keppni í u.þ.b 8 vikur, það fer þó eftir alvarleika skaðans."

„Miðað við myndbandið af atvikinu og þá staðreynd að hann meiðist á 23. mínútu og klárar leikinn segir mér að alvarleg meiðsli á utanvert liðband sé ólíklegra en ella."


Smelltu hér til að sjá Gylfa meiðast í leiknum um helgina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner