Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 12. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tékkland: Sandra og stöllur úr leik í bikarnum
Sandra María var í byrjunarliðinu gegn Slovacko.
Sandra María var í byrjunarliðinu gegn Slovacko.
Mynd: Slavia Prag
Sandra María Jessen er á láni hjá Slavia Prag í Tékklandi og var liðið að detta óvænt úr bikarnum.

Slavia, sem hefur unnið tékknesku deildina fjögur ár í röð, var 2-0 yfir gegn Slovacko þegar það var hálftími eftr.

Þá var Söndru, fyrirliðanum og öðrum lykilmanni skipt útaf og náðu gestirnir að snúa leiknum við og jafna.

Slovacko hafði á endanum betur í vítaspyrnukeppni og gerði þar með út um bikarvonir Slavia, sem vann síðast 2016 og þar áður 2014.

Slavia sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og mætir Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum í Wolfsburg í 8-liða úrslitum.

Fyrri leikur liðanna verður spilaður á fimmtudaginn í næstu viku í Wolfsburg. Sá síðari verður miðvikudaginn þar á eftir, 28. mars, í Prag.
Athugasemdir
banner
banner
banner