mán 12. mars 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Aron í beinni
Aron Jó og Max Kruse eru góðir félagar.
Aron Jó og Max Kruse eru góðir félagar.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson hefur verið að gera góða hluti með Werder Bremen frá endurkomu sinni úr meiðslum.

Aron skoraði sitt annað mark í fimm leikjum þegar Bremen gerði jafntefli við Borussia Mönchengladbach í byrjun mars.

Bremen fær botnlið Köln í heimsókn í síðasta leik 26. umferðar þýska boltans. Köln er alltaf hættulegur andstæðingur þrátt fyrir slæmt gengi á tímabilinu og þurfa Aron og félagar sigur í fallbaráttunni.

Bremen er tveimur stigum frá fallsvæðinu og því mikilvægt að allir séu klárir í slaginn. Gengi liðsins hefur verið frábært eftir endurkomu Arons og er það búið að fá tíu stig úr síðustu fimm deildarleikjum.

Köln er átta stigum frá öruggu sæti og þurfa leikmenn heldur betur að hysja upp um sig vilji þeir ekki falla. Köln endaði í 5. sæti á síðasta tímabili og komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Leikur kvöldsins:
19:30 Werder Bremen - Köln (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner