Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 12. mars 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Twitter um Gylfa - Sane meðhöndlun og súrefnistjald
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða með öndina í hálsinum eftir frekari fréttum af meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik Everton og Brighton um helgina.

Ljóst er að liðbönd í utanverðu hægra hné Gylfa eru mjög sködduð eða jafnvel slitin en hann fer til séfræðings í dag þar sem það kemur í ljós.

Þátttaka Gylfa á HM er í hættu en hann verður mögulega frá keppni í nokkra mánuði eins og lesa má nánar um hér.

Á Twitter hafa meðal annars komið upp hugmyndir um að láta Gylfa sofa í súrefnistjaldi til að flýta batanum líkt og David Beckham gerði fyrir HM árið 2002.

Einnig er bent á að hægt væri að fara í sömu meðhöndlun og Leroy Sane leikmaður Manchester City sem meiddist á ökkla á dögunum og var klár eftir tvær vikur í stað sex eins og áætlað var.

Hér að neðan er umræðan á Twitter.









Athugasemdir
banner
banner