Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. mars 2018 10:16
Elvar Geir Magnússon
Vinnie Jones segir að það ætti að reka Carragher
Carragher hrækir.
Carragher hrækir.
Mynd: Twitter
Harðjaxlinn Vinnie Jones segir að Jamie Carragher sé „heigull" og kallar eftir því að hann verði rekinn frá Sky Sports fyrir að hrækja á 14 ára stelpu.

Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, var myndaður þar sem hann var í umferðinni og hrækti inn um bílrúðu en í bílnum sat stelpan ásamt föður sínum.

Þau feðgin eru stuðningsmenn Manchester United og var faðirinn að stríða Carragher á því að United hafi unnið Liverpool 2-1 þegar hann brást við með þessum hætti.

Jones, sem er fyrrum leikmaður Wimbledon, segir að með réttu ætti Carragher að þurfa að leita sér að nýrri vinnu.

„Þetta var heigulskapur. Ef einhver myndi hrækja á dóttur mína myndi ég láta hann finna fyrir því. Jamie ætti að vera mættur á vinnumálastofnun á morgun," segir Jones.

„Hrækja á 14 ára stelpu? Hann er að vinna sem sjónvarpsmaður. Það er ekki hægt að afsaka þetta."

Carragher á að stýra mánudagsþætti sínum um enska boltann á Sky Sports í kvöld. Talsmaður Sky segir að tekið verði á hegðun hans og málin rædd við hann.

Carragher hefur hringt í feðginin og beðist afsökunar.


Athugasemdir
banner
banner