Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. apríl 2013 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Boltinn er miðpunktur
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Aðsend
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það þarf margt til að ná árangri sem knattspyrnumaður. Fyrst og síðast þarf leikmaður að búa yfir góðri færni þ.e. vera góð(ur) í fótbolta. Til þess að vera góð(ur) í fótbolta þarf endalausar æfingar, og ekki er nóg að æfa endalaust. Það þarf að æfa RÉTT.

Íslenskir knattspyrnumenn æfa upp til hópa mjög mikið. En oft á tíðum snýst æfingatíminn um of um æfingar án bolta. Boltinn á alltaf að vera miðpunktur æfingarinnar, óðháð aldri að mínu mati. Við vitum að besti aldurinn til að læra tækni er ca 8-14 ára. Hinsvegar geta allir bætt sig og náð þannig betri færni óháð aldri. Til þess að leikmaður vaxi jafnt og þétt í gegnum sinn feril þá verður hann eða hún að æfa rétt og hafa boltann sem miðpunkt. Ýmsar hlaupa og lyftingaæfingar skipa of stóran sess í æfingaáætlunum liða allt niður í 3. flokk sem er mjög miður að mínu mati. Það er þróun sem við þurfum að breyta sem fyrst!

Leikmenn á borð við Xavi, Beckham og Giggs sem eru enn að spila á hæsta stigi langt, komnir á fertugsaldur. Hafa borið gæfa til að hafa boltann sem miðpunkt sinna æfinga allt frá fyrstu tíð. Bæði á hefðbundnum æfingum og á aukaæfingum. Talandi um aukaæfingar þá hafa þeir aldrei hætt að æfa sig aukalega(með bolta) til að bæta eigin færni. Að sjálfsögðu hafa aðrir hlutir áhrif. En æfingar með bolta eru og hafa alltaf verið útgangspunktur hjá þessum leikmönnum.

Það er allt of mikið um það þegar leikmenn æfa sjálfir að æfingarnar snúist um ýmis hlaup án bolta eða æfingar í líkamsræktarstöðvum. Að mínu mati eiga aukaæfingar að fara fram á fótboltavellinum! Aukaæfingar eru lykilatriði, en þær þarf að gera rétt! Sérstaklega varðandi unga leikmenn. Yngsta kynslóðin þarf að vera dugleg að nýta allan sinn frítíma til auka sína færni með bolta. Það þarf ekki allar bestu mögulegu aðstæður til að æfa sjálf(ur). Ef við lítum til baka þá höfum við Íslendingar átt heimsklassa leikmenn eins og Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðhjonsen, sem þegar þeir voru ungir, æfðu mikið sjálfir, örugglega oft við aðstæður sem margir teldu ekki boðlegar í dag.

Knattstjórnunaræfingar(ball mastery) Coerver Coaching eru tilvaldar til að nota við aukaæfingar. Hvort heldur þegar leikmenn æfa einir eða með félaga. Einnig ýmsar gabb- og sendingaræfingar sem gera það eitt að bæta færni og sjálfstraust.

Eins og allir vita er hægt að nálgast fjölmargar flottar æfingar á veraldarvefnum.

Þess háttar æfingar eru einnig tilvaldar fyrir upphitun á hefðbundnum æfingum.

Mér finnst mjög dapurt að sjá leikmenn látna hlaupa í endalausa hringi við upphaf æfinga. Á klukkutíma æfingu fara kannski 5-10 mín og jafnvel meira í það að hlaupa í hringi! Þegar hægt er að nota tímann til að æfa tækni og hita upp í leiðinni. Sömuleiðis þegar leikmenn eru látnir hlaupa sig niður eftir æfingar, þá eru þeir oftast látnir gera það án bolta. Þannig að þegar litið er á æfinguna í heild sinni þá er e.t.v. snerting á boltann ekki eins fyrirferðarmikil og hún ætti að vera. Þessu þurfum við að breyta!

Leikmenn gera það sem fyrir þeim er haft. Notum boltann sem miðpunkt alls í þjálfun knattspyrnumanna. Þannig aukum við gæði leiksins enn frekar, fáum fleiri góða leikmenn og leikurinn verður ennþá skemmtilegri.

Heiðar Torleifsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner