Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. apríl 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
14 ára strákur spilaði með Fylki í gær
Kolbeinn, Bjarni Þórður Halldórsson fyrirliði Fylkis og Finnur Kolbeinsson eftir leik.
Kolbeinn, Bjarni Þórður Halldórsson fyrirliði Fylkis og Finnur Kolbeinsson eftir leik.
Mynd: Ólafur Geir Magnússon
Kolbeinn Finnsson spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fylkis þegar liðið sigraði Þrótt örugglega 3-0 í Lengjubikarnum í gærkvöldi.

Kolbeinn er aðeins 14 ára gamall, fæddur árið 1999, en hann verður 15 ára í ágúst á þessu ári.

Í síðustu viku var Kolbeinn á meðal varamanna í 1-1 jafntefli gegn Leikni og í gær kom hann inn á sem varamaður fyrir Gunnar Örn Jónsson á 72. mínútu leiksins.

Kolbeinn á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana en faðir hans er Finnur Kolbeinsson.

Finnur lagði skóna á hilluna árið 2005 en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild frá upphafi með 132 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner