Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. apríl 2014 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Soccerway 
Coutinho: Pressan er á Man City
Coutinho hefur verið öflugur í róterandi liði Liverpool á tímabilinu
Coutinho hefur verið öflugur í róterandi liði Liverpool á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho telur meiri pressu vera á Manchester City heldur en Liverpool fyrir titilbaráttuleik liðanna á sunnudaginn.

Liverpool er á toppi deildarinnar en Man City er fjórum stigum á eftir og á tvo leiki til góða. Þessi leikur er því kjörið tækifæri fyrir annað hvort liðið til að reyna að stinga af í deildinni.

,,Það er kannski meiri pressa á Man City á morgun því Liverpool leikmennirnir eru ekkert að hugsa um pressu eða aðra utanaðkomandi þætti," sagði Coutinho.

,,Við vitum að City hefur verið talið eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar frá upphafi tímabilsins og á leiki til góða, en við ætlum bara að einbeita okkur að einum leik í einu.

,,Leikmennirnir vita að síðustu fimm leikirnir munu skera úr um hver vinnur deildina þannig að við munum berjast og leggja allt í sölurnar á vellinum til að vinna deildina, og leikurinn á sunnudaginn er gífurlega mikilvægur."


Eftir leikinn gegn City á Liverpool heimaleiki við Chelsea og Newcastle en útileiki gegn Norwich og Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner