Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. apríl 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England - Leikir dagsins: Arsenal keppir í undanúrslitum
Arsene Wenger er nálægt því að vinna bikar fyrir Arsenal eftir margra ára dvala
Arsene Wenger er nálægt því að vinna bikar fyrir Arsenal eftir margra ára dvala
Mynd: Getty Images
Sex leikir ensku Úrvalsdeildarinnar hefjast samtímis sjö mínútur yfir tvö þar sem öllum leikjum er seinkað um sjö mínútur til minningar um Hillsborough slysið.

Cardiff og Tottenham eiga útileiki í dag og mikið er um fallbaráttu þar Crystal Palace, West Brom og Fulham eiga heimaleiki.

Botnlið Sunderland fær Everton í heimsókn í spennandi leik þar sem Everton getur komist yfir Arsenal og í meistaradeildarsæti með sigri.

Eftir leiki Úrvalsdeildarinnar mætast Wigan og Arsenal í undanúrslitum enska FA bikarsins, sem er möguleiki Arsenal á að vinna sinn fyrsta stóra titil í mörg ár.

Þrír leikmenn Arsenal eru tæpir fyrir leikinn; Alex Oxlade-Chamberlain, Tomas Rosicky og Kieran Gibbs. Það skýrist í dag hvort þeir fái grænt ljós lækna liðsins.

Allir leikir dagsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, Stöð 3, Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

Enska Úrvalsdeildin:
14:07 Crystal Palace - Aston Villa
14:07 Fulham - Norwich
14:07 Southampton - Cardiff
14:07 Stoke - Newcastle
14:07 Sunderland - Everton
14:07 West Brom - Tottenham

Enski bikarinn:
16:07 Wigan - Arsenal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner