Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 12. apríl 2014 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Arsenal í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Budwiser
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Wigan 1 - 1 Arsenal (2-4 eftir vítaspyrnukeppni
1-0 Jordi Gomez ('63 , víti)
1-1 Per Mertesacker ('82 )

Það var ljóst í byrjun að Arsenal ætlaði sér að komast sér í úrslitaleik enska bikarsins í dag en síðari hluti tímabilsins hefur verið augljós vonbrigði fyrir liðið og því sárabætur að reyna að komast sem lengst í bikarnum.

Alex-Oxlade Chamberlain átti góðan leik og skapaði mikið en Scott Carson hlóð strax í frábæra vörslu í byrjun leiks er Yaya Sanogo fékk færi eftir fyrirgjöf Chamberlain. Áfram hélt Arsenal að sækja en liðinu tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði.

Þegar um það bil klukkutími var búinn af leiknum braut Per Mertesacker á Callum McManaman innan teigs. Dómari leiksins benti á punktinn og skoraði þá Jordi Gomez örugglega af honum.

Bacary Sagna kom boltanum í stöngina eftir undirbúning Chamberlain þegar lítið var eftir en heppnin virtist ekki vera með Arsenal. Það breyttist þó einungis mínútu síðar er Mertesacker bætti upp fyrir vítaspyrnuna og jafnaði metin.

Leikurinn fór í framlengingu þar sem Wigan bauð upp á nauðvörn. Arsenal skapaði sér nokkur færi en það besta kom á 111. mínútu er Chamberlain hlóð í skot sem fór í stöng.

Ekkert var skorað í framlengingunni og þurfti því að fara með leikinn í vítaspyrnukeppni þar sem Lukasz Fabianski var hetja Arsenal og varði tvær spyrnur.

Mikael Arteta, Kim Kallström, Olivier Giroud og Santi Cazorla skoruðu allir úr sínum spyrnum á meðan Jack Collison og Gary Caldwell klúðruðu sínum.

Arsenal því í úrslitaleik FA-bikarsins en liðið mætir þar Hull City eða Sheffield United.
Athugasemdir
banner
banner
banner