Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. apríl 2014 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Gus Poyet: Saga Sunderland á þessari leiktíð
Gustavo Poyet
Gustavo Poyet
Mynd: Getty Images
Gustavo Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland á Englandi, var ekkert sérlega ánægður eftir 0-1 tap liðsins gegn Everton eins og gefur að skilja en hann segir þetta vera sögu liðsins á tímabilinu.

Sjálfsmark Wes Brown á 75. mínútu skildi liðin að en Everton komst með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar á meðan Sunderland er á botninum þegar fjórar umferðir eru eftir og stefnir allt í að liðið spili í næst efstu deild á næsta tímabili.

,,Þetta hefur verið okkar saga á þessu tímabili. Við erum aftur að spila vel í leiknum og í leik sem var mjög jafn og svo töpum við honum með sjálfsmarki," sagði Poyet.

,,Þeir eru heppnir í eitt augnablik og það skildi liðin að en kannski er þetta munurinn á því að vera á toppnum og að vera á botninum. Stundum ganga hlutir með manni þegar liðinu gengur vel en því miður þá var okkur ekki ætlað að fara með stig úr þessum leik," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner